Skip to main content
Fréttir

Jamaica – Baráttumaður fyrir réttindum lesbía og homma myrtur

By 11. júní, 2004No Comments

Frettir Brian Williamsson, þekktasti baráttumaður fyrir réttindum lesbia og homma á Jamaica um langt árabil, fannst myrtur á heimili sínu í morgun. J-flag, réttindasamtök samkynhneigðra sem Brian stofnaði, telja að um hatursglæp sé að ræða enda var líkið hroðalega útleikið. Lögreglan rannsakar málið hins vegar sem rán en íbúð Brians var tæmd eftir verknaðinn.

Samkynhneigð er ólögleg á Jamaica og samkynhneigðir eiga þar afar erfitt uppdráttar. Haturssöngvar um samkynhneigða eru vinsælir og sumir þeirra ganga svo langt að hvetja til morða á þeim. Síðan 1997 hafa í það minnsta 30 samkynhneigðir einstaklingar verið myrtir. Með stofnun J-flag ruddi Brian Williamsson brautina fyrir réttindabaráttu lesbía og homma á eyjunni en hann var einn fyrsti yfirlýsti homminn í landinu.

Mannréttindasamtök hafa í dag hvatt P.J Pattersson forsætisráðherra landsins til þess að nema úr gildi lög sem banna samkynhneigð og taka hatursglæpi fastari tökum.

HTS

Leave a Reply