Skip to main content
search
Fréttir

Pörupiltar í Leikhúskjallaranum

By 28. október, 2005No Comments

Tilkynningar Pörupiltarnir slógu í gegn á menningarnótt er þeir komu sígandi fram af Þjóðleikhúsþakinu og tóku nokkur dansspor á tröppunum. Nú eru þeir mættir aftur með meiri dans og gleði en jafnframt játningar…

Pörupiltar eru hópur leikkvenna sem leikur karlmenn og munu þeir troða upp í Leikhúskjallaranum nú um helgina, föstudags- og laugardagskvöld 28. og 29. okt(reyndar er uppselt á föstudag!) og einnig 19. nóvember.

Sjóvið byrjar klukkan 23. Miðaverð er kr. 1000 og hægt er að panta miða í símum 5851296 og 8978983. 20% afsláttur er veittur ef keyptir eru 10 eða fleiri miðar

-Leikhúskjallarinn

Leave a Reply