Skip to main content
search
Fréttir

LESBÍU Á HVERT HEIMILI! KMK ÓSKAR EFTIR GISTINGU FYRIR ERLENDA GESTI

By 22. nóvember, 2006No Comments

Blakfélag KMK langar að leita til þín! Um páskana 2007 verður haldið blakmót hér á Íslandi þar sem að þátttakendur gætu orðið um 400. Allt undirbúningsstarf er unnið í sjálfboðavinnu. Eitt af því sem þarf að huga að í undirbúningi svona viðamikils íþróttamóts er gisting þátttakenda. Ef þú getur tekið við nokkrum lesbíum í gistingu og morgunmat heim til þín dagana 6.- 8.apríl 2007 – sendu okkur endilega línu á netfangið: kmkblak@visir.is Ef þú hefur jafnframt áhuga á að hjálpa til við mótið á einhvern hátt er það vel þegið, margar hendur vinna létt verk.

Með von um jákvæðar undirtektir!

Blaklið KMK æfir tvisvar sinnum í viku og keppir á mörgum mótum innanlands á hverjum vetri. Sl. vetur náði liðið t.d. 2. sæti á blakmóti í Stykkishólmi og spilaði til úrslita í sinni deild á Öldungamóti BLÍ. Blakliðið hefur keppt þrisvar á árlegu alþjóðlegu páskamóti lesbía og náði að vinna Evrópumeistaratitil í sínum riðli í Hamborg um síðustu páska.

Meiri upplýsingar á www.kmk.is og http://blakid.bloggar.is/

Hið árlega páskablakmót lesbía var fyrst haldið árið 1989 og 19. mótið verður haldið hér á landi dagana 6.-8. apríl 2007. Fyrstu mótin voru smá í sniðum en síðan hefur þetta vaxið ár frá ári. Á síðasta móti voru um 70 lið sem tóku þátt og nærri 600 keppendur frá 20 löndum. Þetta er s.s. stærsta mót sinnar tegundar í Evrópu. Ef frekari upplýsinga er óskað þá er hægt að lesa sig til á heimasíðu mótsins; www.eulevoto.net.

-KMK


 

Leave a Reply