Skip to main content
search
Fréttir

Kabarett: – Heimildarmynd sýnd í Ríkissjónvarpinu

By 7. nóvember, 2005No Comments

Tilkynningar Nú fer að líða að lokum í Kabarett sem Leikhópurinn Á senunni setur upp. Síðasta sýning verður 11. nóvember en vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að setja inn 3 aukasýningar. Sýningar verða ekki fleiri! Aukasýningarnar eru 18., 25. og 26. nóvember og hefjast kl. 20.00. Nú er um að gera að drífa sig á sýninguna sem enginn má missa af!

Heimildarmynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur hjá Krummafilms um Kabarett verður sýnd í Sjónvarpinu þriðjudagskvöldið 8. nóvember kl. 21.25. Myndin hefur hlotið heitið ?Lífið er…? og undirtitilinn ?Heimildarmynd um pínulitinn leikhóp og risavaxinn Kabarett í Reykjavík 2005?.

Ekki missa af frábærri mynd um skemmtilegt ævintýri og ekki missa af sýningunni sjálfri ? nú er hver að verða síðastur!

? Leikhópurinn Á senunni

Leave a Reply