Skip to main content
search
Fréttir

Fundur í trúarhópi

By 20. september, 2004No Comments

Tilkynningar Næsti fundur hjá trúarhópnum verður sunnudaginn 10. október kl.17:00 í félagsheimili Samtakanna ´78, Laugavegi 3. Sérstakur gestur dagsins verður Jón Ma. Ásgeirsson.

Það verður gestkvæmt hjá trúarhópi Samtakanna ´78 núna í vetur. Að venju ráða gestir umræðuefninu svo það er spennandi að vita hvað hver og einn velur sér. Staðfest dagskrá hópsins fram til jóla lítur svona út:

10.10. kl.17.00 Gestur: Jón Ma. Ásgeirsson prófessor
24.10. kl.17.00 Gestur: Kristján Valur Ingólfsson lektor
07.11. kl.17.00 Dagskrá óstaðfest
21.11. kl.17.00 Gestur: Sólveig Anna Bóasdóttir doktor
05.12. kl.17.00 Gestur: Örn Bárður Jónsson
19.12. kl.17.00 Dagskrá óstaðfest

Athugið að dagskrá óstaðfestra funda og annara viðburða trúarhópsins er væntanleg á næstu dögum.

Athugið breyttan fundartíma á sunnudögum klukkan 17:00

Trúarhópur Samtakanna 78 er ekki bara fyrir þá er játa kristna trú heldur alla sem áhuga hafa á trúmálum, hverrar trúar sem þeir eru. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að koma á fundi okkar og fræða okkur um sína trú og sína afstöðu til hennar og annarra trúarbragða.

-Trúarhópur Samtakanna ´78

Leave a Reply