Skip to main content
Fréttir

Fyrirlestrarröð: From queer to queer and beyond

By 26. janúar, 2006No Comments

Í vetur bjóða Samtökin ´78 til hádegisfyrirlestra í Háskóla Íslands. Sex fræðimenn, innlendir og erlendir, fjalla um margvísleg fræðasvið sín undir yfirskriftinni „Kynhneigð – Menning – Saga“. Meðal fyrirlesara eru tveir heimsfrægir fræðimenn, Susan Stryker frá Bandaríkjunum og Ken Plummer frá Bretlandi. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við félagsvísindadeild HÍ, RIKK – Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Hugvísindastofnun HÍ, FSS – Félag STK-stúdenta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fyrirlestrarnir eru haldnir annan hvern föstudag í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar, þeir hefjast kl. 12 á hádegi og eru öllum opnir.

FROM QUEER TO QUEER AND BEYOND

Síðastur í röð fyrirlesara er félagsfræðingurinn Ken Plummer frá Bretlandi. Fyrirlestur sinn flytur hann 7. apríl og kallar hann From Queer to Queer and Beyond – Gay Liberation in the UK over the Past Fifty Years. Þar fjallar hann um það hvernig samkynhneigður veruleiki og viðhorf hafa þróast í Bretlandi síðustu fimmtíu ár. Af sjónarhóli félagsfræði og sagnfræði leitast hann við að greina helstu áfanga og umskipti á þeirri leið, og metur söguna í ljósi eigin reynslu sem samkynhneigður fræðimaður og fyrrum baráttumaður í Gay Liberation Front. Ken Plummer er einn merkasti fræðimaður heims í rannsóknum með samkynhneigðum og hefur langan og glæsilegan fræðaferil að baki. Þá hefur hann átt stóran þátt í að móta hefð svonefndra lífssögurannsókna í félagsvísindum þar sem ekki síst er hlustað eftir röddum manna „á jaðrinum“.

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar hefur verið gefin út. Hægt er að nálgast hana í Samtökunum ´78, Háskóla Íslands og víðar. Einnig er hægt að fá hana senda í pósti.

Leave a Reply