Skip to main content
Fréttir

HIV-ÍSLAND – ALNÆMISSAMTÖKIN Á ÍSLANDI

By 19. maí, 2008No Comments

Á aðalfundi Alnæmissamtakanna þann 26. febrúar sl, var ákveðið að skipta um nafn á félaginu og heitir félagið hér eftir: HIV-Ísland alnæmissamtökin á Íslandi.

Á aðalfundi Alnæmissamtakanna þann 26. febrúar sl, var ákveðið að skipta um nafn á félaginu og heitir félagið hér eftir: HIV-Ísland – alnæmissamtökin á Íslandi.

Innleiðing á nýju nafni mun taka nokkurn tíma eins og eðlilegt er. Nýtt logo samtakanna hefur litið dagsins ljós. Einnig er verið að uppfæra heimsíðu félagsins og fer hún væntanlega í loftið breytt og endurbætt með nýju logoi á næstu vikum. Netfangið aids@aids.is sem og vefurinn www.aids.is verða í notkun áfram. Nýtt netfang hiv@hiv-island.is verður tekið í notkun á næstunni og verður það virkt samhliða því eldra. Vefsíðan nýja verður jafnframt með slóðina www.hiv-island.is ásamt þeirri eldri.

Félagsmenn eru hvattir til að senda netföng sín á aids@aids.is því í því felst mikil hagræðing auk þess sem fjótvirkara verður að senda upplýsingar áfram þegar eitthvað athyglisvert er á döfinni.

Stjórn HIV-Ísland alnæmissamtökin á Íslandi fyrir starfsárið 2008 er svo skipuð: Gunnlaugur I. Grétarsson formaður, Svavar G. Jónsson varaformaður. Meðstjórnendur: Ingi Rafn Hauksson, Stig A. Wadentoft og Björk Bjarkadóttir Varamenn: Valtýr Þórðarson og Guðmundur Arnarson.

Opnunartími HIV-Ísland frá 1. júní 2008:

Mánudögum frá kl: 12.00 til 16.00
Þriðjudögum frá kl: 12.00 til 16.00
Miðvikudögum frá kl: 12.00 til 16.00
Fimmtudögum frá kl: 12.00 til 16.00

Félagsmiðsstöðin verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 1. september.

HIV-Ísland – alnæmissamtökin á Íslandi

 

 

Leave a Reply