Skip to main content
search
Fréttir

Nýtt vopn í baráttunni gegn alnæmi

By 9. janúar, 2002No Comments

Frettir Læknar í Bandaríkjunum hafa uppgötvað nýja möguleika í baráttunni gegn HIV-veirunni. Í stuttu máli felst meðferðin í því að virkja varnarkerfið svo mikið að það geti sjálft barist gegn veirunni. Enn sem komið er hefur meðferðin aðeins verið reynd á tíu manns og sú reynsla gefur til kynna að hún virki til lengri tíma. Meðferðin felst í því að taka ónæmisfrumur þær sem HIV-veiran ræðst á, gera þær árásargjarnari og koma þeim aftur fyrir í líkamanum. Þessar frumur eru kallaðar CD4-jákvæðar T-frumur og eru mikilvægur þáttur í varnarkerfi líkamans. Oftast er það svo að HIV-veirunni tekst að komast inn í þessar frumur og útrýma þeim innan frá. En með því að eiga við frumurnar utan líkamans með ofangreindum hætti og koma þeim aftur fyrir í líkama sýkts einstaklings eru þær betur í stakk búnar að berjast við veiruna.

Í nýlegri grein sem birt var í tímaritinu Nature Medicine var því haldið fram að með beitingu meðferðarinnar hefði verið hægt að halda sjúkdómnum niðri í a.m.k. nokkra mánuði. Þá virðist það einnig vera svo að frumurnar, sem breytt er utan líkamans, fjölgi sér í líkamanum sem bendir til þess að meðferðin hafi áhrif til langs tíma.

Tekið af fréttavefnum Vísir.is.

Leave a Reply