Skip to main content
Fréttir

Egyptaland – Dæmdir í þrælkunarvinnu fyrir samkynhneigð

By 15. nóvember, 2001No Comments

Frettir Hinn 14. nóvember kvað sérstakur dómstóll í Cairo upp dóma yfir 52 karlmönnum sem setið hafa í haldi síðan í maí fyrir það að vera samkynhneigðir. Af þeim voru 23 dæmdir til þrælkunarvinnu – frá einu ári og upp í fimm. Ekki er hægt að áfrýja þessum dómum. Hinir 29 voru sýknaðir. Mennirnir voru allir dæmdir af Öryggis- og neyðardómstóli ríkisins (Emergency State Security Court) sem telur sig ekki skuldbundinn þeim alþjóðasáttmálum sem Egyptaland á aðild að, sáttmálum sem þjóna þeim tilgangi að tryggja réttaröryggi og mannréttindi þegnanna. Slík túlkun mun þó reist á veikum grunni þar sem ekki ríkja herlög í landinu.

Forsaga málsins er sú að aðfararnótt 11. maí í vor, réðist öryggislögregla Egyptalands ásamt hópi frá siðgæðislögrelgu ríkisins til inngöngu á diskótekið Queen Boat í Cairo, en sá staður nýtur vinsælda meðal samkynhneigðra þar í landi sem á síðustu árum hafa eflt með sér hópmyndun. Nokkrir voru handteknir á staðnum þá um nóttina, en aðrir síðan víðsvegar um borgina næstu daga, og þegar eltingarleik öryggislögreglunnar lauk í það sinn sátu 52 í fangelsi. Í yfirlýsingum lögreglunnar voru þeir allir sagðir samkynhneigðir. Það ber þó að hafa í huga að mök tveggja af sama kyni eru ekki refsiverð samkvæmt lögum Egypta. Til þess að koma lögum yfir karlmennina 52 varð að beita öðrum leiðum. Engu að síður leynir sér ekki að meint kynhneigð karlmannanna er hinn eiginlegi ásteytingarsteinn.

Smám saman tóku að berast fregnir úr fangelsum Cairo af grófum pyntingum og misþyrmingum mannanna. Aðbúnaður þeirra skelfilegur, enga læknishjálp að fá og heimsóknir takmarkaðar. Sumir þeirra hafa orðið að sæta ?endaþarmsskoðun? til að ?sanna samkynhneigðina? og álíka niðurlægingu. Í dagblöðum Egyptalands hafa verið birtar myndir af föngunum í því skyni að auðmýkja þá og fjölskyldur þeirra.

?Siðlaust athæfi ? svívirða við trúarbrögðin?

Málaferli hófust síðan yfir mönnunum 18. júlí. Fimmtíu þeirra voru sakaðir um ?siðlaust athæfi? með vísun til §9c í lögum nr. 10 frá 1961 um ?baráttu gegn vændi?. Tveir voru auk þess sakaðir um ?svívirðu við trúarbrögðin? með vísun til §98f í refsilögunum. Allir mennirnir 52 lýstu yfir sakleysi sínu og báru fram varnir. Dómarnir yfir mönnunum 14. nóvember féllu á þessa leið:

? 1 karlmaður, talinn ?forsprakki? hópsins, var dæmdur í fimm ára þrælkunarvinnu fyrir ?siðlaust athæfi? og ?svívirðu við trúarbrögðin?.

? 1 karlmaður var dæmdur í þriggja ára þrælkunarvinnu fyrir ?svívirðu við trúarbrögðin?.

? 20 karlmenn voru dæmdir í tveggja ára þrælkunarvinnu fyrir ?siðlaust athæfi?.

? 1 karlmaður var dæmdur í eins árs þrælkunarvinnu fyrir ?siðlaust athæfi?.

? 29 voru sýknaðir. Ekki er ljóst hvenær þeim verður sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum getur saksóknari áfrýjað dómum að 30 dögum liðnum og fengið mál hinna sýknuðu tekin upp að nýju.

Auk þessa var piltur nokkur dæmdur af unglingadómstóli 18. september í þriggja ára fangelsi fyrir ?siðlaust athæfi?, en vegna ungs aldur fær hann að áfrýja máli sínu.

Mótmæli um allan heim

Þjóðþing og mannréttindastofnanir víða um heim hafa mótmælt atburðunum í Egyptalandi, þ.á.m. fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Sameinuðu þjóðirnar. Um leið berast mannréttindasamtökum reglulega fréttir af frekari fangelsunum karlmanna fyrir samkynhneigð. Erfitt er þó að átta sig á þróun mála í Egyptalandi og hvert stefnir í raun og veru, þar sem samkynhneigðir þar í landi fara leynt um þessar mundir og forðast flestir að tjá sig við erlenda fréttamenn og starfsmenn mannréttindastofnana.

Samtök samkynhneigðra um allan heim hvetja nú til skipulagðra mótmæla. Hér neðst á síðunni er hægt að nálgast drög að bréfum til forseta Egyptalands og og utanríkisráðherra Bandaríkjanna og leggja þannig baráttunni lið. Stjórn Samtakanna ´78 hvetur alla sem þetta lesa til þess að undirrita bréfin með réttri dagsetningu og senda til þessara tveggja voldugu manna. Einnig er hægt að bæta við bréfið eða breyta því. Áhrifaríkast er að senda slík bréf í hefðbundnum pósti.

Egyptaland, saga málsins
Uppkast af bréfi til utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Uppkast að bréfi til forseta Egyptalands

Leave a Reply