Skip to main content
search
Fréttir

Kostaboð í leikhúsið – Plómur í Tjarnarbíói

By 12. júní, 2003No Comments

Tilkynningar Íslenska sambandið ehf. er nýtt sviðslista- og framleiðslufélag sem tekið hefur til starfa í borginni. Nú hefur Íslenska sambandið frumsýnt nýtt íslenskt leikriti er nefnist Plómur. Um er að ræða einleik í fjórum þáttum með lifandi tónlist. Þetta er gamansamur harmleikur sem fjallar um unga konu sem á þá heitustu ósk að verða rithöfundur. Hún er heltekin af sænska leikskáldinu August Strindberg en andi skáldsins tekur sér bólfestu í líkama hennar þegar hún býr í New York og missir hún þar alfarið stjórn á hegðun sinni.

Stofnendur Íslenska sambandsins eru þær Hera Ólafsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, og Anna Rósa Sigurðardóttir, leikkona, en hún fer með öll hlutverk sýningarinnar og er jafnframt höfundur verksins. Báðar hafa þær verið búsettar erlendis síðustu 7-8 ár, hvor í sinni heimsálfunni, en eru nú alkomnar heim til Íslands. Markmið þeirra með stofnun félagsins er að standa að uppsetningum á frumsömdu og minna þekktu efni bæði hérlendis og erlendis, skrifa og framleiða handrit fyrir leikhús og kvikmyndir, halda námskeið og stuðla að fagmennsku, nýbreytni og sköpunargleði innan sviðslistar á Íslandi.

Leikmynda-, ljósa- og búningahöfundar sýningarinnar eru Móeiður Helgadóttir og Egill Ingibergsson, og frumsamin tónlist og hljóðmynd er í höndum Rósu Guðmundsdóttur.

Plómur er sýnt í húsakynnum Tjarnarbíós, Tjarnargötu 12, og er á leið til New York í haust.

Næstu sýningar:
13. júní föstudagur
14. júní laugardagur
19. júní fimmtudagur

Sýningarnar hefjast kl. 20

Miðaverð er 2200 kr. en allir meðlimir Samtakanna ´78 með gilt félagsskírteini fá vænan afslátt og kostar miðinn til þeirra 1700 kr. Aslátturinn gildir á allar þrjár sýningarnar sem hér eru taldar

Verið velkomin!

Leave a Reply