Skip to main content
search
Fréttir

INGA DÓRA SÝNIR Í REGNBOGASAL

By 1. júní, 2007No Comments

Inga Dóra Guðmundsdóttir opnar yfirlitssýningu í Regbogasal Samtakanna ´78 fimmtudagskvöldið 7. júní kl. 20 – 22. Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir á opnunina.

Inga Dóra Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 1977 og hefur fengist við myndlist undanfarin sex ár. Hún lagði stund á listnám við háskólann í Bowling Green, Kentucky, í Bandaríkjunum á árunum 2001 til 2005, undir handleiðslu góðra listamanna á borð við Yvonne Petkus, Jeff Leake og Matt Tullis. Á meðan námi stóð var verk eftir Ingu Dóru valið úr verkum fjölda nemenda til birtingar í bók, þar sem fjallað var um kennara og verkefni þeirra.

Að námi loknu hélt Inga Dóra heim til Íslands og hefur haldið tvær sýningar hérlendis. Sýningin nú er sú tíunda í röðinni og jafnframt fjórða einkasýning hennar. Hún samanstendur af verkum úr seríunum Charcoal Digital og Empathy in Sepia ásamt nýjum landlagsmyndum.

Sýningin er því öðrum þræði yfirlitssýning sem sýnir þá þróun sem hefur átt sér stað í listsköpun Ingu Dóru, þar sem manneskjan í borg og náttúru hefur  smám saman vikið fyrir íslensku landslagi í stafrænni myndvinnslu. Listakonan segir áhugann á viðfangsefninu hafa kviknað eftir dvöl hennar erlendis, en við heimkomuna hafi augu hennar opnast fyrir fegurð þess og sérstöðu. Svipað og íbúarnir birtist landslagið hrátt og litrænt eins og verkin sýna.

Sýningar:

2003 Capital Arts, Kentucky, samsýning

2003 Spencer´s Coffeehouse, Kentucky, einkasýning

2004 Spencer´s Coffeehouse, Kentucky, einkasýning

2004 Open Mind Gallery, Kentucky, samsýning

2005 Open Mind Gallery, Kentucky, einkasýning

2005 Graduate Show at WKU, samsýning

2005 Café Kosý, Reykjavík, einkasýning

2007 Menntasetrið í Hafnarfirði, samsýning

2007 Art Iceland, Reykjavíki, einkasýning

 

2007 Samtökin78, Reykjavík, einkasýning

Leave a Reply