Skip to main content
Fréttir

Djasstónleikar í Regnbogasal

By 28. nóvember, 2003No Comments

Tilkynningar Óskar og Ómar Guðjónssynir í Regnbogasalnum fimmtudaginn 4. desember klukkan 21:30

Þeir bræður Óskar saxófónleikari og Ómar gítarleikari eru rómaðir fyrir afburða sveiflur á sviði djassins. Þeir heiðra Samtökin ´78 með nærveru sinni í Regnbogasalnum fyrsta fimmtudagskvöld í aðventu og leika þar saman í klukkutíma.

Nú hefur Ómar sent frá sér glæsilega djassplötu – Varma land – í senn falleg og seiðandi. Platan inniheldur þrettán lög þar sem lagagrunnurinn er léttur djass sem tekur á sig ýmsar myndir. Platan verður til sölu í Samtökunum ´78 á sérstöku tilboði eftir tónleikana.

Leave a Reply