Skip to main content
search
Fréttir

JÓLABÓKAKVÖLD SAMTAKANNA ´78

By 5. nóvember, 2008No Comments

Hið árlega Jólabókakvöld Samtakanna ´78 verður í Regnbogasal félagsins fimmtudagskvöldið 27. nóvember og hefst kl. 21. Þar lesa sjö manns úr verkum sínum í fjölbreyttri og spennandi dagskrá.

Fram koma þrjú ljóðskáld og lesa úr nýjum ljóðabókum sínum, þau Kristín Ómarsdóttir, Heimir Már Pétursson og Ingunn Snædal. Margrét Pála Ólafsdóttir og Hörður Torfason lesa úr æviminningum sínum. Þorvaldur Kristinsson les úr ævisögu Lárusar Pálssonar sem hann hefur ritað og Sólveig Anna Bóasdóttir les kafla úr nýju ritgerðasafni sínu sem einkum fjallar um samkynhneigða og mannréttindi þeirra.

Það er óvenjuleg og skemmtileg tilviljun, að aldrei hefur verið efnt til Jólabókakvölds á vettvangi Samtakanna ´78 þar sem hópur skálda og höfunda hefur verið jafn nátengdur sögu og hreyfingu homma og lesbía og þau sem hér stytta okkur stundir með lestri sínum.

Leave a Reply