Skip to main content
Fréttir

Hinsegin dagar – Viltu vera með atriði í gleðigöngunni?

By 20. júlí, 2004No Comments

Tilkynningar Hinsegin dagar nálgast og hinn 9 ágúst förum við í gleðigönu niður Laugaveg á útihátíð í Lækjargötu.

Atriðum í gleðigöngunni hefur fjölgað ár frá ári og mörg hver hafa verið einstaklega glæsileg. Til þess að setja upp gott atriði er mikilvægt að hugsa málin með fyrirvara. Góð atriði þurfa ekki að kosta mikla peninga. Gott ímyndunarafl og liðsstyrkur vina og vandamanna dugar oftast nær. Hinsegin dagar eru með verkstæði í gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt, gengið inn frá Brautarholti, rétt ofan við Hlemm. Þar geta allir sem eru að setja saman atriði saumað og smíðað og nýtt sér það skraut sem er á boðstólum hverju sinni. Þau sem geta lagt til verkfæri, saumavélar og svo framvegis, vinsamlegast hafið samband við okkur.

Þáttakendur sem ætla að vera með formleg atriði í göngunni verða að tilkynna það til Hinsegin daga fyrir 1. ágúst. Hægt er að skrá atriði á heimasíðunni www.this.is/gaypride eða með því að senda tölvupóst á netfangið vestur@vortex.is. Einnig má hafa samband við göngustjórana, Katrínu í síma 867 2399, Guðbjörgu í síma 865 3399, eða Heimi Má framkvæmdastjóra í síma 862 2868.

Byrjað verður að raða göngunni upp við lögreglustöðina á Hlemmi kl. 13, laugardaginn 9. ágúst og þeir þátttakendur sem eru með atriði verða skilyrðislaust að mæta á þeim tíma. Gangan leggur stundvíslega af stað kl. 15 og bíður ekki eftir neinum.

Leyfum þúsund blómum að blómstra í göngu ársins í Reykjavík.

Leave a Reply