Skip to main content
search
Fréttir

ÍÞRÓTTA- HREYFINGIN VERÐUR AÐ TAKA SIG Á

By 17. júlí, 2005No Comments

Ég held að íþróttahreyfingin sé eini vettvangurinn þar sem samkynhneigðir hafa enn ekki haslað sér rými til að láta sér líða vel í félagsskap við annað fólk. Íþróttahreyfingin á eftir að taka sig á, og lesbíur og hommar sem sækja í íþróttir verða að fá að koma til dyranna eins og þau eru klædd. Ef vandræði koma upp þá verður að efla fræðslu. Þetta rými er að myndast í grunnskólum og framhaldsskólum, en eitt stærsta verkefni Samtakanna ´78 er að leggjast á eitt með íþróttahreyfingunni um að leysa þessi mál. Það eru mannréttindi að stæla sig í keppnisíþróttum, en alltof mörg okkar hætta þegar þau átta sig á eigin kynhneigð, ekki af áhugaleysi, heldur af því að við treystum okkur ekki í það sem á eftir kann að koma eineltið, útskúfunina. Til að leysa þetta verðum við að taka höndum saman við hinn gagnkynhneigða heim.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir í dagskrárriti Hinsegin daga í Reykjavík 2005.

Leave a Reply