Skip to main content
search
Fréttir

Bandaríkin – Æðsti dómstóll Massachusetts úrskurðar samkynhneigðum í vil

By 20. nóvember, 2003No Comments

Frettir Æðsti dómstóll Massachusetts fylkis í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að bann fylkisins við hjónaböndum samkynhneigðra stangist á við stjórnarskrá landsins. Þing Massachusetts hefur nú sex mánaða frest til þess að ráða bót á þessu. Því gæti Massachusetts orðið fyrsta fylki Bandaríkjanna til þess að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.

Úrskurðurinn féll í máli sjö samkynhneigðra para sem höfðuðu mál gegn fylkinu eftir að þeim hafði verið synjað um að ganga í hjónaband. Fjórir dómarar af sjö komust að þessari niðurstöðu en þrír voru á móti. Til þess að framfylgja úrskurðinum er ekki talið nóg að Massachusetts lögleiði staðfesta samvist, líkt og Vernmont hefur gert eitt fylkja Bandaríkjanna, heldur verði að stíga skrefið til fulls og heimila samkynhneigðum að ganga í eiginleg hjónabönd. Dómurinn hefur þegar valdið miklum viðbrögðum og svo verður án efa áfram þar sem á næstu misserum mun fara fram forval Demókrataflokksins á forsetaefni sínu fyrir kosningarnar 2004. Skoðanakannanir sýna að þjóðin er klofin í afstöðu sinni.

Bush forseti lýsti því yfir eftir að dómurinn féll að hann væri ?aðför að hinu heilaga hjónabandi karls og konu? og hét því að gera það sem í hans valdi stæði til þess að stöðva þessa þróun. Þrýstihópar kristilegra íhaldsmanna hafa blásið í herlúðra og vilja að bundið verði í stjórnarskrá að hjónaband geti aðeins orðið milli karls og konu. Bush hefur áður látið hafa eftir sér að slíkt sé ekki nauðsynleg að svo komnu máli og vill forðast slíka breytingu í lengstu lög.

Leave a Reply