Skip to main content
search
Fréttir

FSS: – Viltu kynnast skemmtilegum Dönum?

By 15. janúar, 2004No Comments

Tilkynningar Systurfélag FSS frá Kaupamannahöfn er í heimsókn hjá FSS um þessar mundir. Þetta er hópur af skemmtilegum og hressum Dönum sem finnst Ísland heillandi. Liður í því að leyfa þeim að kynnast Íslandi er að hleypa þeim að einhverju leyti inn á íslensk heimili og leyfa þeim að kynnast hefðum okkar í matargerð og heimilishaldi.

Danirnir leita að fólki sem tengist hommum og lesbíum á einhvern hátt sem vill bjóða þeim í mat og spjall næsta sunnudag milli klukkan 18:00 og 21:00. Þeir tala allir góða ensku og dönsku (þurfti ekki einhver að fríska upp á dönskuna sína), húsvanir og snyrtilegir til fara.

Þeir sam hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að hafa samband á netfangið: gay@hi.is

-Stjórn FSS

Leave a Reply