Skip to main content
search
Fréttir

Bandaríkin – Samkynhneigð pör sækja rétt sinn fyrir dómstólum

By 27. júní, 2002No Comments

Frettir Sjö samkynhneigð pör hafa höfðað dómsmál í New Jersey-ríki í Bandaríkjunum þar sem þau krefjast þess að ríkið heimili þeim að ganga í hjónaband en öllum hefur þeim verið neitað um leyfisbréf í New Jersey. Fólkið segist vera orðið þreytt á því að borga fyrsta flokks skatta á sama tíma og komið sé fram við það sem annars flokks þegna.

Samtök sem berjast gegn hjónaböndum samkynhneigðra hyggjast nota málaferlin til að safna stuðningi við lagasetningu þar sem skýrt verði kveðið á um að hjónabönd fólks af sama kyni séu ólögleg. Slík lög voru sett á Hawaii eftir að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði að hjónabönd samkynhneigðra væru lögleg árið 1993.

Mark Lewis, talsmaður hópsins, leggur áherslu á að fólkið sé að leita lagalegs réttar síns en ekki siðferðislegs stuðnings eða trúarlegrar blessunar. Lagaleg mismunun gegn samkynhneigðum pörum kom skýrt í ljós í kjölfar hryðjuverkáárásanna í Bandaríkjunum í september þar sem samkynhneigðum var neitað af góðgerðasjóðum um bætur eftir maka sína.

Úr Morgunblaðinu og Advocate.com.

Leave a Reply