Skip to main content
Fréttir

TRÚ OG LÍFSSKOÐANIR Í REGNBOGASAL

By 14. ágúst, 2006No Comments

Í tilefni Hinsegin daga og í framhaldi af heimsókn sr. Pat Bumgardner og guðsþjónustunni í Hallgrímskirkju þann 13. ágúst s.l, efna Samtökin ´78 til dagskrár í Regnbogasal félagsins á Laugavegi 3 í samvinnu við Áhugahóp samkynhneigðra um trúarlíf og Hinsegin daga í Reykjavík. Þar kynna gestir okkar ólík trúarbrögð og lífsskoðanir en hver dagskrá hefst kl. 21 á mánudagskvöldum

Í tilefni Hinsegin daga og í framhaldi af heimsókn sr. Pat Bumgardner og guðsþjónustunni í Hallgrímskirkju þann 13. ágúst s.l, efna Samtökin ´78 til dagskrár í Regnbogasal félagsins á Laugavegi 3 í samvinnu við Áhugahóp samkynhneigðra um trúarlíf og Hinsegin daga í Reykjavík. Þar kynna gestir okkar ólík trúarbrögð og lífsskoðanir en hver dagskrá hefst kl. 21 á mánudagskvöldum:

Mánudagur 14. ágúst. Haukur Guðmundsson og Eyrún Jónsdóttir kynna Soka Gakkai International – Friðar- og menningarsamtök búddista, trú búddista og lífsviðhorf þeirra gagnvart fjölbreytileika mannlífsins og samkynhneigð.

Mánudagur 21. ágúst. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði kynnir Ásatrúarfélagið, trú og lífsviðhorf ásatrúarmanna, meðal annars til samkynhneigðar.

Mánudagur 28. ágúst. Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi, kynnir félagið og lífskoðanir siðrænna húmanista, siðferði án guðshugmynda og afstöðu húmanista til kynhneigðar fólks.

Mánudagur 11. september. Grétar Einarsson kynnir fjölbreytt vetrarstarf ÁST – Áhugahóps samkynhneigðra um trúarlíf. Hópurinn er ekki aðeins fyrir fólk sem játar kristna trú heldur hverjar þær manneskjur sem áhuga hafa á trúmálum, hverrar trúar sem þær eru. Áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér starfið.

Allir þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þessi málefni eru boðnir hjartanlega velkomnir í Regnbogasal Samtakanna ’78, Laugavegi 3.

-Samtökin ’78, ÁST og Hinsegin dagar í Reykjavík

Leave a Reply