Skip to main content
search
Fréttir

This is Not My Body: – Tilboð til félagsmanna Samtakanna ´78

By 26. maí, 2004No Comments

Tilkynningar Norræni leikhópurinn Subfrau sýnir This is Not My Body á Nýja sviði Borgarleikhússins laugardaginn 29. maí kl 20:00. Leikhópurinn var stofnaður í Helsinki árið 2001 af átta leikkonum í kjölfarið á þriggja vikna námskeiði hjá fjöllistakonunni, dansaranum og drag kónginum Diane Torr. Á námskeiðinu var farið í það skref fyrir skref og skegghár fyrir skegghár hvernig á að breyta sér í karlmann. Subfrau vill skoða hinn goðsagnakennda sannleika um konur og karla og beina kastljósi sínu að kvenleika sem sést sjaldan eða aldrei á sviðinu.

This is Not My Body er sýning sem ?strákarnir? settu saman og fóru með til Berlínar á alþjóðlegu dragkónga hátíðina Go Drag! sumarið 2002 og gerðu bókstaflega allt vitlaust. Nú gefst Íslendingum kostur á að sjá sýnguna, en aðstandendur hennar hafa ákveðið að veita félögum í Samtökunum ´78 sérstakanna afslátt. Miðaverð fyrir félagsmenn er 1600 kr.

Íslendingurinn í hópnum er María Pálsdóttir leikkona og til liðs við sig í sýningunni í Borgarleikhúsinu hefur hópurinn fengið Kristjönu Skúladóttur leikkonu.

Leave a Reply