Skip to main content
search
Fréttir

Tilkynning frá FSS – ?Dallas Jr. Returns? bíókvöld

By 15. apríl, 2002No Comments

Tilkynningar Miðvikudaginn 17. apríl kl. 21 verður haldið bíókvöld á vegum FSS á Spot-light. Sýnd verður myndin ,,Dallas Jr. Returns” á breiðtjaldi. Ætlunin er að endurvekja gamla góða Dallas stemmingu er einkenndi miðvikudagskvöld hér áður. Komum öll og horfum hugfangin á nýjan og breyttan JR., John Ross, Cliff Barnes og alla hina. Í tilefni þess að Sue Ellen sé fallin aftur á áfengisbindindinu verða glæsileg tilboð á barnum enda er rétt að skála í einhverju sterkara en gosi þegar Sue Ellen á í hlut. Allir að mæta!! Frítt inn en tekið er á móti frjálsum framlögum til styrktar Hinsegin dögum í Reykjavík 2002 – Gay pride. Stjórnin

Leave a Reply