Skip to main content
search
Fréttir

NÝÁRSBALL Á KAFFI REYKJAVÍK

By 20. desember, 2005No Comments

Í ár efna Samtökin ’78 til áramótafagnaðar á Kaffi Reykjavík. Húsið er opnað kl. 01:00 á nýársnótt og stendur gleðin fram á morgun. Þau sem gerast félagar í Samtökunum ´78 nú í desember eða endurnýja félagsskírteini sitt 2006 fyrir áramót fá ókeypis aðgöngumiða á ballið.

Í ár efna Samtökin ’78 til glæsilegs áramótafagnaðar á Kaffi Reykjavík. Húsið er opnað kl. 01:00 á nýársnótt og stendur gleðin fram undir morgun á nýársdag.

Plötusnúðar: DJ Skjöldur og DJ Twiggy

Forsala aðgöngumiða hefst á Opnu húsi fimmtudaginn 22. desember.

Miðaverð í forsölu: 1200 kr. fyrir félagsmenn og 1500 kr. fyrir aðra.

Miðaverð við innganginn á nýársnótt: 1500 kr. fyrir félagsmenn og 1800 kr. fyrir aðra.

ATH! Þau sem greiða félagsgjald í Samtökin ’78 fyrir næsta ár fyrir áramót, fá ókeypis miða á ballið í kaupbæti!*

Í fyrra varð húsfyllir og frábær stemmning – nú endurtökum við leikinn á enn stærri stað!

Allir velkomnir!

* Tilboðið gildir aðeins fyrir þau sem greiða fullt félagsgjald í Samtökin ’78 fyrir áramót. Félagsgjaldið er 3500 kr. Greiðslukortaþjónusta. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Greiða má á bókasafni félagsins á mánudags- og fimmtudagskvöldum milli kl. 20–23, og á skrifstofunni á hefðbundunum skrifstofutíma.

Leave a Reply