Skip to main content
search
Fréttir

ANSO RÁÐSTEFNA

By 11. janúar, 2007No Comments

Bergen 15-18 febrúar 2007

FSS auglýsir eftir þátttakendum í ráðstefnu ANSO – Association of Nordic LGBT Student Organizations. Ráðstefnan verður haldin dagana 15-18 febrúar og fjögur sæti eru ætluð íslenskum þátttakendum. Ráðstefnan verður haldin í Bergen í Noregi og gestgjafar ráðstefnunnar er norska systurfélag okkar
UgleZ. Eins og svo oft áður er allt uppihald frítt en ráðstefnugestir þurfa að bera sjálfir um það bil þriðjung ferðakostnaðar. Upplýsingar um ráðstefnuna má finna á pistlasafninu á gaystudent.is. Upplýsingar um ANSO má finna á www.anso.dk. Þeir sem hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna fyrir hönd FSS sendi póst á gay@hi.is fyrir 20. janúar kl. 12:00. Fram á að koma:

Nafn

Kynhneigð

Kennitala

Staða (Ef nám þá hvaða nám)

Tungumálakunnátta

Stutt lýsing á því hvernig þáttaka þín gagnast

a) þér

b) FSS

c) Anso

Ekki er verra ef mynd fylgir með

-Alþjóðadeild og ANSO hópur

Leave a Reply