Laugardaginn 15. september mun FSS – Félag Samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans Stúdenta, halda fyrsta GayDay vetrarins og opna þannig starfsárið eins og hefð er fyrir. Við hittumst í Regnbogasal Samtakanna ´78 á Laugavegi 3 – 4. hæð, og hefst gleðin klukkan 21. Að venju verður hægt að skrá sig í félagið á staðnum, félagsgjaldið fyrir veturinn eru litlar 500 krónur og verða fríar veigar í boði fyrir þá sem skrá sig. Allir á aldrinum 18-30, auk eldri námsmanna og starfsmanna framhaldsskóla, geta mætt og spjallað, dansað og kynnst nýju fólki auk þess sem fjölbreytileg dagskrá vetrarins og starf félagsins verður kynnt.
Fyrir miðnætti munum við síðan taka þessi örfáu skref niður á skemmtilegasta stað bæjarins, Q-bar, þar sem gleðin heldur áfram fram á rauða nótt!
Ekki missa af þessu – láttu sjá þig!
„FSS – Queer by nature, fabulous by choice…“