Skip to main content
search
Fréttir

STJÓRNMÁLAFUNDUR SAMTAKANNA ´78

Góð mæting var á stjórnmálafund sem Samtökin ´78 boðuðu til um síðustu helgi vegna Alþingiskosninganna í vor. Fulltrúar allra flokka voru sammála um að eðlilegt sé að Alþingi veiti trúfélögum heimild til þess að gefa saman samkynhneigð pör. Þann 5. maí sl. var haldinn stjórnmálafundur í Regnbogasal Samtakanna ´78. Fulltrúum allra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningunum í vor var boðið að taka þátt. Frá Samfylkingu mætti Ágúst Ólafur Ágústsson, frá Sjálfstæðisflokknum kom Illugi Gunnarsson, frá Frjálslyndaflokknum mætti Kjartan Eggertsson, frá Vinstri grænum kom Kolbrún Halldórsdóttir, frá Íslandshreyfingunni kom Margrét Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknarflokksins var Sæunn Stefánsdóttir. Húsfyllir va og sköpuðust líflegar umræður.

Nokkur mál voru ofarlega í huga fundargesta og kom kannski engum á óvart. Málefni kirikjunnar voru fundargestum hugleikin og voru frambjóðendur spurðir um afstöðu flokkanna til þess að veita trúfélögum heimild til að gefa saman samkynhneigð pör. Í stuttu máli studdu fulltrúar allra flokka þá hugmynd að Alþingi tæki af skarið veitti slíka heimild, en áður hafa formenn allra stjórnmálaflokkanna lýst því yfir að þeir séu því hlyntir og því fátt til fyrirstöðu að breytingar verði gerðar á lögum um staðfesta samvist á næsta kjörtímabili með þetta fyrir augum. Frambjóðendur voru einnig spurðir að hvort ekki sé tímabært að breyta lögum um staðfesta samvist og sameina í eina hjúskaparlöggjöf sem gildi jafnt fyrir samkynhneigð og gagnkynhneigð pör. Samhljómur var í svörum frambjóðenda og þeir sammála um að slíkt sé eðlilegt þar sem réttindi og lagabálkanna tveggja séu allar þær sömu. Þó mátti heyra í umræðum um þetta mál að ekki höfðu allir gert sér grein fyrir því að í raun sé um tvennskonar löggjöf að ræða um einn og sama hlutinn.

Það var mál allra sem mættu í Regnbogasalinn sl. laugardag að fundi af þessu tagi séu nauðsynlegt að halda svo frambjóðendur heyri hvað skiptir samkynhneigðir máli, en ekki síður til þess að kynnast starfsemi félagsins. Allir frambjóðendur voru leystir út með góðum bunka af nýútkomnu fréttabréfi Samtakanna ’78 til þess að dreifa á kosningamiðstöðvum sínum

-FJ

Leave a Reply