Skip to main content
Fréttir

Foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra á Norðurlandi – Fundur á Sigurhæðum

By 20. október, 2004No Comments

Tilkynningar Ákveðið hefur verið að halda áfram starfi foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Norðurlandi og verður fyrsti fundur starfsársins á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, fimmtudaginn 21, október klukkan 20.00.

Á dagskrá fundarins er meðal annars að:

1) Fjalla um starfsárið framundan, ákveða fasta fundartíma ársins og fyrirkomulag funda.
2) Taka ákvörðun um það hvort formlega skuli gera hópinn að Norðurlandsdeild FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, sem stofnuð voru í Reýkjavík á síðasta ári í kjölfar nokkurra ára óformlegs starfs.
3) Fjalla um tengsl við þá sem vildu taka þátt í starfinu en eiga ekki heimangengt, til dæmis vegna fjarlægðar og færðar
4) Fjalla um Skýrslu nefndar sem forsætisráðherra skipaði 2003 til að kanna réttarstöðu samkynhneigðra.

Markmið starfs í hópi foreldra og aðstandenda samkynhneigðra hér er eins og markmið FAS: Að hittast og deila hvert með öðru reynslu okkar, styrk og vonum. Við leggjum rækt við okkur sjálf og teljum að með því séum við betur aflögufær til að vera bakhjarlar við ástvini okkar. Við vinnum að fræðslu bæði opnum fundum og einnig innan okkar hóps. Markmið okkar er að efla umræðu í okkar nánasta umhverfi og út í samfélagið, til að auka skilning og þekkingu á samkynhneigð sem er fjölskyldumál.

Leave a Reply