Skip to main content
search
Fréttir

ENSKA INNRÁSIN – BRETARNIR MÆTA AFTUR!

By 21. ágúst, 2006No Comments

Líkt og fyrir ári mun hópur Breta flykkjast til landsins til að taka þátt í ‘Bears on Ice’ sem fram fer dagana 8. – 10. september. Helgin er skipulögð af Gayice.is í samstarfi við MSC og London/Bristol klúbbnum ‘COME TO DADDY’  (http://www.cometodaddyclub.co.uk/). Með Bretunum í för verða vel kynntir DJar sem munu sjá um að halda uppi fjörinu á STRÁKABALLI með öllu því ferskasta sem er í gangi á Lundúnasenunni. Strákaballið fer fram á Pravda laugardagskvöldið 9. september. Það verður vafalítið mikið fjör þessa helgi eins og var í fyrra. Auk strákaballsins á laugardagskvöldinu þá verður opnunarpartý í MSC á föstudagskvöldinu, Bláa Lóns ferð á laugardeginum og sunnudagsbröns á Jómfrúnni.

Dagskrá Bears on Ice 2006

Föstudagur 8. september
21.00 Opnunarpartý í MSC
00.00 MSC Top-Off party (úr að ofan!)

Laugardagur 9. september
15.00 Bláa Lónið (nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram)
00.00 Strákaball á Pravda. Djar Come to Daddy sjá um fjörið

Sunnudagur 10. september
11.30 Hádegisbröns á Jómfrúnni (nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram)

Frekari upplýsingar er að finna á vef ‘Bears on Ice’ en slóðin er www.gayice.is/boi. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið pr@gayice.is

Leave a Reply