Skip to main content
Fréttir

Bretland – Stefnt að lögum um staðfesta samvist

By 30. nóvember, 2003No Comments

Frettir Breska ríkisstjórnin stefnir að því að lögleiða staðfesta samvist í landinu. Þetta kom fram við þingsetningu í nýliðinni viku.

Í ræðu drottningar, sem er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar í upphafi þings, kom meðal annars fram að stefnt skuli að því að veita samkynhneigðum rétt til þess að ganga í staðfesta samvist. Fyrirhuguð lög munu veita svipuð réttindi og sambærileg lög sem í gildi eru í nokkrum öðrum Evrópulöndum, þar á meðal á Norðurlöndunum, Hollandi, Þýksalandi og Frakklandi. Ekki er þó gert ráð fyrir rétti til stjúpætleiðingar líkt og á Íslandi og aðeins verður um borgaralega vígslu að ræða. Að frátöldum rétti til ættleiðinga og kirkjulegrar vígslu mun staðfest samvist hins vegar veita flest þau sömu réttindi og hjónabönd gagnkynhneigðra í landinu.

Leave a Reply