Skip to main content
Fréttir

MÁLÞING UM HJÓNBANDIÐ OG STAÐFESTA SAMVIST

By 28. september, 2007No Comments

Hópur presta í samvinnu við samtökin ´78 býður upp á málþing um hjúskap og staðfesta samvist í samfélagi okkar. Málþingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 19. október kl. 13:30 – 16:00. Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir að taka þátt í umræðum um þessi mikilvægu mál.

Dagskrá:

13:40 – 13:55  Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræðingur fjallar um hjónabandið og mælir fram með þeirri skoðun að það skuli standa opið öllu fullveðja fólki í samfélagi okkar sem vill lifa saman í skuldbindandi ástartengslum. 

 

14:00 – 14:15 Hulda Guðmundsdóttir kirkjuþingsmaður og MA í guðfræði mun mæla fram með þeirri leið að hjónaband karls og konu og staðfest samvist fólks af sama kyni verði ekki sameinuð heldur skuli hvort um sig halda sérkennum sínum sem jafngild sambúðarform sem prestar fái umboð til að staðfesta að lögum.  

 

14:20 – 14:40 Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur mun lýsa lagaumhverfi hjónabands og staðfestrar samvistar.

 

Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth flytja ástarljóð.

 

15:00-15:15 Feðgarnir Kristján Kolbeins og Eyjólfur Kristopher Kolbeins lýsa samskiptum sínum, en sonurinn er hommi.

 

Kaffiveitingar og tónlist

 

15:40 – 16:30  Pallborðsumræður þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum frá Samtökunum 78

 

 

 

 

Leave a Reply