Skip to main content
Fréttir

Samkynhneigðir kennarar! – Leitað eftir þátttakendum í rannsókn

By 20. maí, 2001No Comments

Tilkynningar Vegna fyrirhugaðrar rannsóknar leita ég eftir tveimur konum og tveimur körlum sem starfa sem kennarar í grunnskólum landsins.

Viðfangsefni mitt hefur hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og er unnið í framhaldi af lokaritgerð minni til B.Ed.-prófs við grunnskólaskor KHÍ sem fjallar um viðhorf skólastjórnenda til umfjöllunar um samkynhneigð í grunnskólum og samkynhneigðra kennara. Ætlunin er að kanna það hvernig samkynhneigðir kennarar skynja og upplifa stöðu sína í starfi. Rannsóknin er eigindleg, ég hyggst eiga viðtöl við einstaklinga og vinna úr þeim.

Hvergi munu koma fram upplýsingar sem geta orðið til þess að rekja megi hverjir viðmælendurnir eru eða hvar þeir starfa, enda heiti ég fullkomnum trúnaði við viðmælendur mína. Fyrirhugað er að fá annars vegar viðmælendur sem eru opnir um sitt samkynhneigða líf í kennarastarfinu og hins vegar viðmælendur sem eru það ekki.

Ef þú sérð þér fært að taka þátt eða vilt kynna þér málið frekar, þá þætti mér vænt um að heyra frá þér fyrir 10. júní.

Sara Dögg Jónsdóttir
gsm 899 2876

Leave a Reply