Skip to main content
search
Fréttir

NÁMSKEIÐ Í HINSEGIN TANGÓ

By 8. apríl, 2008No Comments

Tangó dansararnir Martin Maldonado & Maurizio Ghella eru staddir á Íslandi ásamt Helen „la Vikinga“ en þau eru í sýningar- og kennsluferð um Evrópu og munu í samstarfi við Kramhúsið standa fyrir námskeiði í argentínskum tangó og chacarera (sem er argentíski þjóðdansinn ásamt zamba), en hópurinn kemur beint af tangó hátíðum í Skandinavíu svo sem Tango Queer Festival í Stokkhólmi og Queer tango-weekend í Kaupmannahöfn. Sem hópur kalla þau sig „tango grupo tres„svona“ og dansa ýmist og kenna hefðbundinn eða nútíma argentískan tangó.

Þau vinna mikið með „changing roles“ þar sem hlutverkaskiptin eru ekki bundin, heldur opin og óháð kyni og kynhenigð, það er þátttakendur geta til dæmis valið að leiða eða fylgja. Upplýsingar um dansarana er að finna á: http://www.lamaquinatanguera.com

Námskeið í hinsegin tangó hefst 9.apríl og verður haldið í Kramhúsinu.

Tímarnir verða:
9. apríl kl. 20:00 – 21:30
10.apríl kl. 21:00 – 22:30
12.apríl kl. 15:30 – 17:00

Námskeiðsgjaldið er 6.500 og fá félagar í Samtökunum ´78 með gilt félagaskírteini 10% afslátt. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 551 5103 og eins geta áhugasamir sent bréf á netfangið kramhusid@kramhusid.is og spurst fyrir um námskeiðið.

-Kramhúsið


 

Leave a Reply