Skip to main content
search
Fréttir

AÐGERÐIR YFIRVALDA Í ÁSTRALÍU RANNSAKAÐAR

By 2. ágúst, 2006No Comments

Hafin er rannsókn á vegum Mannréttinda- og jafnréttisnefndar Ástralíu á þeim afleiðingum sem bann yfirvalda gegn hjónaböndum samkynhneigðra hefur í för með sér. “Við höfum áhyggjur af afleiðingum þessarar mismununnar. Rétturinn til þess að vera ekki mismunað og rétturinn til þess að njóta jafnræðis fyrir lögum eru hvort tveggja afar mikilvæg grundvallar mannréttindi” segir John Von Doussa formaður nefndarinnar.

Mannréttinda- og jafnréttisnefnd Ástralíu, sem er sjálfstætt starfandi stofnun sem komið var á fót af ástralska þinginu, hefur hafið rannsókn á þeim afleiðingum sem bann yfirvalda við hjónaböndum samkynhneigðra hefur í för með sér. “Það eru áhyggjuefni hversu mörg landslög gera samkynhneigðum pörum erfitt fyrir samanborið við gagnkynhneigða” segir formaður nefndarinnar, John Von Doussa. “Við höfum áhyggjur af afleiðingum þessarar mismununnar. Rétturinn til þess að vera ekki mismunað og rétturinn til þess að njóta jafnréðis fyrir lögum er hvort tveggja afar mikilvæg grundvallar mannréttindi”. Rannsóknin var sett af stað eftir að ríkisstjórn John Howards felldi úr gildi ákvörðun yfirvalda í Canberra um að heimila staðfesta samvist. Með þeirri ákvörðun tók ríkisstjórnin af öll tvímæli um það að hjónaband miðist eingöngu við fólk af gagnstæðu kyni, en staðfest samvist kemur ekki heldur til álita samkvæmt lögunum.

Ekki er búist við því að rannsókn nefndarinnar leiði til mikilla breytinga á afstöðu hægristjórnar John Howards sem verið hefur hörð í andstöðu sinni gegn réttindum samkynhneigðra og reyndar einnig sætt harðri gagnrýni vegna stefnu sinnar í mannréttindamálum annara hópa svo sem innflytjenda og frumbyggja.

-GE

 

Leave a Reply