Skip to main content
search
Fréttir

REGNBOGAMESSA Í NESKIRKJU

By 16. febrúar, 2006No Comments

Regnbogamessa verður haldin í Neskirkju sunnudaginn 19. febrúar kl.17.00. Það er Á.S.T. (Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf) og söfnuður Neskirkju sem standa að messunni og kalla samkynhneigða og fjölskyldur þeirra sérstaklega til þessa samfélags.

Regnbogamessa verður haldin í Neskirkju sunnudaginn 19. febrúar kl.17.00. Það er Á.S.T. (Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf) Og söfnuður Neskirkju sem standa að messunni og kalla samkynhneigða og fjölskyldur þeirra sérstaklega til þessa samfélags.

Séra Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari ásamt séra Toshiki Toma sem einnig mun prédika í messunni. Organisti er Steingrímur Þórhallsson.

Regnboginn táknar sáttmálann milli Guðs og manneskjunnar, hann brúar bilið á milli manna sem hafa fjarlægst vegna fordóma og hræðslu hver við annan, hann felur í sér fyrirheit fjölbreytileikans og hann er tákn réttindabaráttu samkynhneigðra.

Regnbogamessan er tilboð um opið og öruggt samfélag í kirkju sem boðar skilyrðislausa gæsku Guðs. Í henni viljum við biðja saman og hvíla í samfélaginu við Guð sem hefur skapað okkur öll og elskar okkur öll.

Allir eru velkomnir í regnbogamessuna, enda er þjóðkirkjan öllum opin og kallar alla til samfélags, lofsöngs og bænagjörðar.

-Á.S.T.

Leave a Reply