Skip to main content
search
Fréttir

LAGABREYTINGA- OG STEFNUSKRÁRNEFND SAMTAKANNA ´78

By 25. september, 2008No Comments

Félagsfundur Samtakanna ´78 var haldinn í Regnbogasal Samtakanna í gærkveldi. Hilmar Magnússon, Svanfríður Lárusdóttir og Svavar G. Jónsson voru einróma kjörin í nefndina.

Félagsfundur Samtakanna ´78 var haldinn í Regnbogasal Samtakanna í gærkveldi.  Megin ástæða fundarins var kosning í lagabreytinga- og stefnuskrárnefnd sem síðasti aðalfundur hafði samþykkt að sett yrði á laggirnar. Hilmar Magnússon, Svanfríður Lárusdóttir og Svavar G. Jónsson voru einróma kjörin í nefndina. Samtökin ´78 óska hinum kjörnu hjartanlega til hamingju og vænta mikils af störfum þeirra.

Lagabreytinga- og stefnuskrárnefnd er ætlað að endurskoða lög Samtakanna ´78 í heild sinni og vinna að framtíðarstefnumótun félagsins. Stefnt er að því að kynna tillögur nefndarinnar í upphafi næsta árs.

Leave a Reply