Skip to main content
search
Fréttir

FRÁ MÖL Á MOLD

By 11. apríl, 2008No Comments

Laugardagurinn 12. apríl heldur Norðurlandshópur Samtakanna ´78 málþing um samkynhneigða á landsbyggðinni undir yfirskriftinni “Samkynhneigð á landsbyggðinni – frá möl á mold”. Málþingið verður haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Hringteigi 2 og stendur frá kl. 13 – 16.  Laugardagurinn 12. apríl heldur Norðurlandshópur Samtakanna ´78 málþing um samkynhneigða á landsbyggðinni undir yfirskriftinni “Samkynhneigð á landsbyggðinni – frá möl á mold”. Málþingið verður haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Hringteigi 2 og stendur frá kl. 13 – 16.

Dagskrá:

13:00 Málþing sett af Aðalsteini Vestmann formanni S78N 
13:15 Rakel Snorradóttir segir frá endurnýjun og starfssemi Norðurlandshóps Samtakanna ´78 – S78N á Akureyri
13:45 Brynjar Ingi Skaptasson segir frá starfsemi foreldrafélags samkynhneigðra á Akureyri og hugleiðir mikilvægi slíks starfs
14:15 Katrín Jónsdóttir fræðslustjóri Samtakanna ´78 heldur erindi sem nefnist: „Hinsegin himinn eða Helvíti – fræðsla hvað?“
Kaffihlé
15:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisfræðingur segir frá reynslu sinni
15:45 Frosti Jónsson formaður Samtakanna ´78 spjallar um daginn og veginn á hinsegin nótum
16:00 Málþingi slitið með umræðum

GAY skemmtun á annari hæðinni á Kaffi Amor um kvöldið!

-S78N

Leave a Reply