Skip to main content
Fréttir

FRÆÐSLUFULLTRÚI

By 20. febrúar, 2007No Comments

Samtökin ´78 auglýsa eftir fræðslufulltrúa í fullt starf til að annast og móta fræðslustarf félagsins, sinna útgáfumálum og öðrum tilfallandi verkefnum. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur skipulagshæfileika og getur starfað sjálfstætt.

Samtökin ´78 auglýsa eftir fræðslufulltrúa í fullt starf til að annast og móta fræðslustarf félagsins, sinna útgáfumálum og öðrum tilfallandi verkefnum. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur skipulagshæfileika og getur starfað sjálfstætt.

Helstu verkefni:

– Mótun fræðsluáætlunar Samtakanna ´78 til þriggja ára.

– Skipulagning, stjórnun og framkvæmd fræðslustarfsins.
– Gerð fræðsluefnis.

– Umsjón með útgáfu á fræðsluefni til prentunar og birtingar á vefsíðu.

– Upplýsingagjöf og þjónusta.

Menntunar- og hæfniskröfur:

– Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

– Framhaldsmenntun eða námskeið á sviði fræðslu æskileg.

– Skipulags- og stjórnunarhæfileikar.

– Reynsla af fræðslustarfi eða starfi með Minnihlutahópum.

– Góð íslenskukunnátta.

– Hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 12. mars. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafnkell Stefánsson á netfanginu office@samtokin78.is eða í síma 552 7878

Leave a Reply