Skip to main content
Fréttir

Alþjóða alnæmisdagurinn

By 29. nóvember, 2004No Comments

Tilkynningar Á alþjóða alnæmisdaginn munu Alnæmissamtökin, Ungliðahópur Samtakanna ´78, FSS og KMK standa fyrir göngu í tilefni dagsins. Við hvetjum alla til að mæta og sýna stuðning við þetta verðuga málefni. Þar verða seld friðarkerti til stuðnings málstaðnum, auk þess sem rauði borðinn verður til sölu.

Dagskráin:

20:00 Lagt af stað frá gatnamótum Laugarvegs og Skólavörðustígs. Fánar alnæmis, samkynhneigðra og tvíkynhneigðra í fararbroddi.

20:15 Kveikt á friðarkertum sem mynda alnæmismerkið fyrir framan Fríkirkjuna. Kerti seld á staðnum.

20:20 Einnar mínútu þögn til minningar um alla þá sem farið hafa.

20:30 Ávarp prests

20:40 Hallveig Rúnarsdóttir sópran syngur við píanóundirleik Árna Heimis Ingólfssonar 20:50 Ávarp formanns alnæmissamtakanna

Leave a Reply