Skip to main content
search
Fréttir

KRISTINN GUNNAR ATLASON VINNUR SAMKEPPNI UM NÝTT LÓGÓ

By 14. apríl, 2008No Comments

Kristinn Gunnar Atlason, nemandi við Listaháskóla Íslands, vann samkeppni Hinsegin daga um nýtt merki fyrir hátíðina. Merki hans verða í framtíðinni notuð í öllu kynningarstarfi Hinsegin daga. Merkið hér til hliðar er ein af hugmyndum Kristjáns að lógói, en hann á eftir að útfæra það nánar í samráði við stjórn Hinsegin daga.

Kristinn Gunnar Atlason, nemandi við Listaháskóla Íslands, vann samkeppni Hinsegin daga um nýtt merki fyrir hátíðina. Merki hans verða í framtíðinni notuð í öllu kynningarstarfi Hinsegin daga.

Kristinn Gunnar er 25 ára gamall og stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, en þessi misserin er hann í skiptinámi í listaskóla í Leipzig í Þýskalandi. Hann byrjaði snemma að teikna og þrátt fyrir ungan aldur hafa verk hans náð víða. Kristinn Gunnar er t.d. höfundur forsíðu símaskrárinnar á þessu ári. Hann hefur haldið tvær einkasýningar á verkum sínum.

Fyrri sýningin var haldin í tengslum við Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðina á Ísafirði á síðasta ári en seinni sýningin var á Kaffi Sólón í Reykjavík í nóvember í fyrra og kallaðist Gæðakonfekt.

Alls bárust tólf hugmyndir um nýtt merki fyrir Hinsegin daga í samkeppninni en dómnefnd var einhuga um að hugmyndir Kristins sköruðu fram úr. Verðlaun fyrir bestu tillöguna eru 100 þúsund krónur og ferð fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Icelandair.

Merkið hér að ofan er ein af hugmyndum Kristjáns að lógói, en hann á eftir að útfæra það nánar í samráði við stjórn Hinsegin daga.

Hinsegin dagar þakka öllum þeim sem sendu hátíðinni tillögur um nýtt merki kærlega fyrir framlag þeirra og óskar þeim velgengni í störfum sínum.

-Hinsegin dagar í Reykjavík

 

 

 

Leave a Reply