Skip to main content
Fréttir

www.samtokin78.is – Vefurinn þriggja ára

By 14. febrúar, 2004No Comments

Frettir Vefsíða Samtakanna ´78, www.samtokin78.is, hefur nú verið haldið úti í þrjú ár. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um félagið, tilgang þess og markmið, félagsstarf, fræðslu og ráðgjöf sem þar stendur til boða. Í öðru lagi er vefsíðan vettvangur fræðslu um baráttumál, líf, menningu og sögu lesbía og homma og þar er að finna greinasafn eða gagnabanka. Þessi gagnabanki myndar nú þegar allgott safn til sögu samkynhneigðra og gæti með meiri vinnu orðið burðarás fræðslu og umræðu um málefni lesbía og homma. Hrafnkell T. Stefánsson og Þorvaldur Kristinsson ritstýra vefsíðunni ásamt Alfreð Haukssyni sem einnig annast vefstjórn. Þó að texti síðunnar breytist og þróist er hann reglulega vistaður til varðveislu á tölvutæku formi og því ómetanleg heimild um sögu lesbía og homma á Íslandi. Stjórnendur vefsíðunnar hvetja alla til þess að koma með ábendingar varðandi efni og uppsetningu og lýsa eftir efni sem hentar vel í greinasafnið eða í grunntexta vefsíðunnar.
Meðalfjöldi heimsókna voru 67 á dag en voru 36 árið 2001. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar var ásóknin mest á mánudögum og dalar örlítið yfir vikuna. Um helgar er umferðin mun minni. Heildarfjöldi heimsókna á árinu var 24.576. Besti dagurinn taldi 241 heimsóknir (124 í fyrra), þann 1. júlí. Þann dag birstist frétt á mbl.is um að kvikmyndin ?Hrein og bein? hefði hlotið ?Stu and Daves Excellent Documentary? verðlaunin í San Fransisco. Lakasti dagurinn, 6. júní, taldi 23 heimsóknir (16 í fyrra). Mánaðarlegt meðaltal var 2048 heimsóknir (1604 í fyrra). Ekki er mældur fjöldi flettinga heldur aðeins fjöldi innlita (heimsókna) og hefur heimsóknum fjölgað um 28% milli ára en í fyrra var 47% aukning.
Nýjar tilkynningar á árinu voru 95 (43 í fyrra), fréttir 51 (31 í fyrra) og greinar 5 (6 í fyrra). Vefsíða félagsins á ensku, www.gayiceland.com hefur notið vinsælda frá því hún var opnuð í janúar 1999, en texti hennar þarfnast endurskoðunar.

Leave a Reply