Skip to main content
search
Fréttir

Þýskaland – Ford á Europride

By 3. september, 2002No Comments

Frettir Bílasmiðjur Ford – Ford Motor Co. – vöktu mikla athygli á Europride í Köln í sumar með auglýsingu sem ætlað var að höfða sérstaklega til homma.

?Eins og við séum bara með bíla á heilanum,? var slagorðið á plakati frá Ford sem gefið var út í tilefni af hátíðahöldum Europride í Köln í sumar. Frá þessu greinir Commercial Closet sem nýlega hefur skráð auglýsinguna á vefsíðu sína. Á myndinni leiðast tveir karlmenn, annar með leðuról um úlnliðinn, en við hliðina má lesa orðið ?Anhängerkupplung?? sem líkast til heitir bara ?dráttarkrókur? á bílstjóraíslensku.

Neðst á plakatinu er eftirfarandi texti: ?Og þegar við erum ekki beinlínis að hugsa um bíla þá höldum við gjarnan hátíð í nafni ástarinnar ? í hvaða mynd sem er. Og hvar er hægt að rækta hana betur en einmitt í Köln. Borg sem á varla sína líka hvað snertir fjölbreytni, umburðarlyndi og veislugleði. Því til sönnunar tökum við auðvitað aftur í ár þátt í Christopher Street deginum. Hann er orðinn hluti af Köln, rétt eins og dómkirkjan ? og við.?

Að sögn Commercial Closet hefur Ford Motor Co. ennþá ekki lagt út í samsvarandi auglýsingaherferð í Bandaríkjunum.

Leave a Reply