Skip to main content
Fréttir

DAGSKRÁ Í REGNBOGASAL

By 19. október, 2007No Comments

Samtökin ´78 bjóða upp á dagskrá annan hvern laugardag í húsnæði félagsins frá 20. október til 8. desember sem nefnist Lifandi laugardagur. Opið hús er í Regnbogasal og á bókasafni og boðið upp á fyrirlestra um ólík efni; fræðslu í skólum, þroska í kynlífi, gæði náinna tengsla og réttarstöðu transgender fólks á Íslandi. Dagskráin er ókeypis og öllum opin.

Samtökin ´78 bjóða upp á dagskrá annan hvern laugardag í húsnæði félagsins frá 20. október til 8. desember sem nefnist Lifandi laugardagur. Opið hús er í Regnbogasal og á bókasafni og boðið upp á fyrirlestra um ólík efni; fræðslu í skólum, þroska í kynlífi, gæði náinna tengsla og réttarstöðu transgender fólks á Íslandi. Dagskráin er ókeypis og öllum opin.

Lifandi laugardagur í Regnbogasal

20. október kl 13:30 Áhrif fræðslu á viðhorf kennara til hinsegin fólks
Kristín Elva Viðarsdóttir fjallar um mastersriterð sína frá KHÍ árið 2006. Leiðbeinendur hennar voru dr. Sif Einarsdóttir og dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir.

Markmið verkefnisins var að skoða hvort að skipulögð fræðsla fyrir kennara leiði til jákvæðari viðhorfa þeirra til hinsegin fólks. Þátttakendur voru starfandi kennarar og leiðbeinendur í grunnskólum. Þeir svöruðu spurningalistum sem meta áttu viðhorf þeirra til hinsegin fólks sem og þekkingu þeirra á þessum málaflokki. Helmingur þeirra fékk síðan skipulagða fræðslu um málefni hinsegin fólks. Í ljós kom að þekking þeirra kennara sem fengu fræðsluna jókst og að sama skapi urðu viðhorfin jákvæðari. Engin breyting varð á þekkingu né viðhorfum þeirra kennara sem ekki fengu fræðslu.

10. nóvember kl. 16:30 Persónulegur þroski í kynlífi og nánum samböndum
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir flytur erindið „Persónulegur þroski í kynlífi og nánum samböndum“. Kynlíf snýst minna um tækni og meira um persónulegan þroska. Í kynlífi kemur vel fram hvaða mann við höfum að geyma eða „fela“ – allt eftir því hver við erum. Það krefst kjarks, einlægni og góðrar sjálfsmyndar að eiga sterkt kynlíf. Í erindun mun Jóna fjalla um hvers vega kynlíf snýst að miklu leyti um persónulegan þroska og hvernig þá.

22. nóv kl. 13:30 Gæði náinna tengsla
Séra Bjarni Karlsson fjallar um gæði náinna tengsla og leitast við að varpa ljósi á það hver séu viðunandi lágmarksgildi í kristinni kynlífs siðfræði. Bjarni hefur nýverið lokið meistarprófsritgerð í guðfræði þar sem hann fjallaði um þetta viðfangsefni og byggir erindið á hluta hennrar.

8. des kl. 13:30 Transgender – lagalegt tómarúm á Íslandi
Sandra Lyngdorf hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands fjallar um togstreituna sem transgender fólk upplifir þegar líffræðilegt kyn og kynverund þeirra er ekki hið sama. Ólíkt mörgum öðrum löndum eru engin sérstök lög á Íslandi. sem ná utan um þetta málefni. Margar lagalegar hindranir standa því í vegi fyrir lagalegri viðurkenningu og læknisfræðilegri meðferð. Erindið verður flutt á ensku.

Leave a Reply