Skip to main content
search
Fréttir

SAMKYNHNEIGÐ/IR OG SAMFÉLAG. HVAÐ MÓTAR VITUND, VIÐHORF OG VERULEIKA SAMTÍMANS?

By 12. janúar, 2006No Comments

Námskeið hjá EHÍ – Vor 2006
Dagsetning: 17. maí 2006
Tími: 9.00–16.00 

Námskeiðið er ætlað starfsfólki í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, heilbrigðisstéttum – Opið þeim sem áhuga hafa.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að þekkja hvað mótar viðhorf og tíðaranda gagnvart samkynhneigð og samkynhneigðum og skoði/meti eigin afstöðu.

Fjallað verður um hvað viðheldur grundvallarþáttum félagskerfisins, þ.e. fjölskyldan, uppeldið, menntakerfið og stofnanir sem tengja einstaklinga saman, s.s. kirkjan, skólinn og löggjafarvaldið. Til að viðhalda skipulaginu setur þjóðfélagið taumhald sem stýrir samfélaginu með lögum, reglum, viðhorfum og gildum. Einnig verður fjallað um mikilvægi félagstengsla fyrir unglinga og hvað samkynhneigð snertir marga. Þá verður rætt um hvernig samkynhneigð horfir við kristinni trú og kristinni siðfræði. Hvernig má skilja neikvæð orð Biblíunnar um kynmök fólks af sama kyni, hvað veit Biblían um samkynhneigð eins og við skiljum hana í dag og hver er vandi kristins manns varðandi samkynhneigð? Fjallað verður um hvernig þróunarsálfræðin og aðrar fræðigreinar útskýra litróf kynhneigðar. Hugtökin kynhneigðarhroki (e. homophobia), gagnkynhneigðarhroki (e. heterosexism) og félagsleg brennimerking (e. stigma) verða skýrð og þau heimfærð á þroskaskeið unglings og hættur unglingsáranna. Hver er reynsla samkynhneigðra sjálfra og hvaða viðhorf mæta þeim í vinnu, skóla og fjölskyldu? Eru hommar og lesbíur fangar tíðarandans? Hvað snertir samkynhneigð marga í þjóðfélaginu og hversu mikilvægt er hlutverk fjölskyldu og aðstandenda samkynhneigðra, kennara og annarra sem sinna börnum og ungmennum?

Áhersla er á hagnýta nálgun með verkefnum, spurningum og umræðum.

Kennsla/umsjón:
Umsjón: Harpa Njáls, félagsfræðingur M.A.
Aðrir kennarar: Sara Dögg Jónsdóttir, grunnskólakennari.
Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur.
Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og siðfræðingur.

Lesið nánar um námskeiðið
Skráning hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

 

Leave a Reply