Skip to main content
search
Fréttir

SAMTÖKIN ´78 OG HAFNARFJARÐARBÆR SKRIFA UNDIR ÞJÓNUSTUSAMNING

By 16. apríl, 2008No Comments

Samtökin ´78 og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir samning um þjónustu við íbúa sveitarfélagins. Samningurinn nær til fjögura þátta: Fræðslu til fagstétta hjá Hafnarfjarðarbæ, félags- og ráðgjafarþjónustu við íbúa bæjarins, stuðning við rekstur ungmennahóps félagsins og jafningjafræðslu í grunnskólum.

Samtökin ´78 og Hafnarfjarðarbær hafa skrifað undir samning um þjónustu við íbúa sveitarfélagins. Samningurinn nær til fjögura þátta: Fræðslu til fagstétta hjá Hafnarfjarðarbæ, félags- og ráðgjafarþjónustu við íbúa bæjarins, stuðning við rekstur ungmennahóps félagsins og jafningjafræðslu í grunnskólum.

Frá árinu 2005 hafa Samtökin ´78 unnið eftir hliðstæðum samningi við Reykjavíkurborg og hefur samstarfið gefist vel og skilað umtalsverðum árangri. Sú þjónusta sem félagið veitir stendur hins vegar fleirum en Reykvíkingum einum til boða og hefur félagið því að undanförnu lagt áherslu á að kynna starfsemi sína og þjónustu fyrir öðrum sveitarfélögum í landinu. Til félagsins leitar fólk úr öllum landsfjórðungum eftir fræðslu, ráðgjöf og annari þjónustu. Mikilvægt er að þeir sem sinna slíkum málaflokkum þekki til þeirrar þjónustu sem félagið veitir. Samningurinn er gerður til eins árs í senn og hljóðar upp á 250.000 kr. á ári.

 

Á myndinni eru Hrafnkell Stefánsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 og Sæmundur Hafsteinsson forstöðumaður félagsþjónustunnar í Hafnarfirði.

 

 

 

 

 

Leave a Reply