Skip to main content
Fréttir

Þýskaland – Samvistarlög orðin að veruleika

By 2. ágúst, 2001No Comments

Frettir Samkynhneigðir í Þýskalandi skiptust á heitum víðsvegar um landið í gær eftir að ný lög þess efnis tóku gildi, þrátt fyrir mikla andstöðu margra íhaldsmanna. Þessi nýju lög eru mikill sigur fyrir samkynhneigða Þjóðverja, sem hafa barist fyrir því í áratug að sömu lög gangi yfir þá og eru þegar til staðar í löndum eins og Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Það voru tveir meðlimir í flokki Græningja, sem börðust hvað harðast fyrir setningu laganna, sem brutu ísinn og skiptust á heitum í Berlín, óopinberri höfuðborg samkynhneigðra í Þýskalandi.

?Við erum öll jafningjar og þess vegna eigum við rétt á því að komið sé eins fram við okkur og aðra,? sagði Angelika Baldow glöð í bragði áður en hún skipti á hringum við unnustu sína í Berlín í gær. Auk þess sem samkynhneigð pör mega nú skiptast á heitum, þá þarf dómsúrskurð til ætli þau sér að skilja að skiptum. Sömu lög munu einnig gilda fyrir sam- og gagnkynhneigða í málum eins og erfðamálum og sjúkratryggingarmálum.

Lög þessi voru fyrst samþykkt í fyrra í neðri deild þýska þingsins, en afgreiðsla þeirra tafðist í efri deildinni.

Unnið upp úr Fréttablaðinu

Leave a Reply