Skip to main content
search
Fréttir

FRUMVARP UM RÉTTARSTÖÐU SAMKYNHNEIGÐRA AFGREITT Í ALLSHERJARNEFND

By 21. apríl, 2006No Comments

Frumvarp ríkisstjórnar Íslands um réttindi samkynhneigðra hefur verið afgreitt í allsherjarnefnd og vísað til annarar umræðu á Alþingi. Að sögn Bjarna Benediktssonar formanns nefndarinnar er stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir sumarleyfi og taki gildi þann 27. júní á alþjóðlegum mannréttindadagi samkynhneigðra.

Frumvarp ríkisstjórnar Íslands um réttindi samkynhneigðra hefur verið afgreitt í allsherjarnefnd og vísað til annarar umræðu á Alþingi. Að sögn Bjarna Benediktssonar formanns nefndarinnar er stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir sumarleyfi og taki gildi þann 27. júní á alþjóðlegum mannréttindadagi samkynhneigðra.

Samkvæmt frumvarpinu munu samkynhneigð pör meðal annars geta fengið óvígða sambúð skráða í þjóðskrá. Þar með munu samkynhneigðir njóta sömu réttinda á við gagnkynhneigða varðandi almannatryggingar, lífeyrisréttindi, skattalega meðferð, skipti dánarbúa og fleira. Eins verða skilyrði fyrir stofnun staðfestrar samvistar rýmkuð þannig að ekki verður lengur krafist fastrar búsetu á Íslandi þegar íslenskir ríkisborgarar eiga í hlut.

Réttur samkynhneigðra para til að ættleiða börn verður hinn sami og gagnkynhneigðra para og áfram verður metið hverju sinni út frá hagsmunum barnsins hvort leyfi er veitt til þess í hverju tilviki. Kona í sambúð eða staðfestri samvist með annari konu öðlast jafnframt heimild til þess að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafasæði líkt og á við um gagnkynhneigð pör. Jafnframt verður tekið af tvímæli um að það falli undir markmið laga um töku fæðingar- og foreldraorlofs að auðvelda báðum foreldrum að vera í samvistum við barn sitt. Allsherjarnefnd féllst hins vegar ekki á það að veita trúfélögum rétt til að staðfesta sambúð samkynhneigðra, en Guðrún Ögmundsdóttir hefur boðað annað frumvarp þar að lútandi.

Verði frumvarpið að lögum í sumar mun Ísland skipa sér í fremstu röð ríkja í heiminum í mannréttindamálum samkynhneigðra.

Lesið nefndarálitið og breytingartillögur sem varða réttarstöðu samkynhneigðra á heimasíðu Alþingis.

-HTS

Leave a Reply