Skip to main content
search
Fréttir

OPNUN LÓGÓSÝNINGAR Í REGNBOGASAL

By 21. desember, 2006No Comments

 

 

Mikil þátttaka var í samkeppni Samtakanna ´78 um nýtt lógó og grafískt útlit fyrir félagið. Óskað var eftir því að hönnuðir og aðrir sem treystu sér til legðu drög að lógói og útliti fyrir félagið sem ætlað er að nýtast á bréfsefni og nafnspjöld og sem haus á vefsíðu. Fimmtudaginn 21. desember kl. 21:00 verður opnuð sýning í húsnæði félagsins að Laugavegi 3, fjórðu hæð, með þeim tillögum sem bárust. Sýningin stendur til 15. janúar. 

Þriggja manna dómnefnd hefur farið yfir tillögurnar og mælt með þremum lógóum við stjórn félagsins, en hún ákveður hvaða hugmynd skal vinna áfram með í samráði við vinningshafa hugmyndasamkeppninnar. Félagsfólki og öðrum gestum félagsmiðstöðvarinnar gefst nú einnig kostur á að láta álit sitt í ljós á sérstökum blöðum á opnu húsi á mánudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00 til 23:30 og á laugardögum frá kl. 13:00 til 17:00

.

Leave a Reply