Skip to main content
Fréttir

HINSEGIN KVOSARGAGA

By 7. ágúst, 2007No Comments

Fimmtudagskvöldið 9. ágúst munu þær Ingunn Snædal rithöfundur og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur leiða næstsíðustu kvöldgönguna úr Kvosinni þetta sumarið. Þá verður miðborgin litin hýrum augum og stoppað á stöðum sem með einhverjum hætti tengjast bókmenntum þar sem samkynhneigð kemur við sögu, svo og sögu samkynhneigðra í borginni. Eins og venjulega verður lagt af stað úr Grófinni kl. 20 og gengið í um klukkutíma, en gangan endar að þessu sinni í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10, þar sem trúbadúrinn Stella Hauksdóttir tekur lagið fyrir göngugesti. Þar var veitingastaðurinn Fógetinn áður til húsa sem um tíma var samkomustaður samkynhneigðra, en þar er nú nýr sýningarstaður í eigu Reykjavíkurborgar, Fógetastofur.  Minjasafn Reykjavíkur hefur sett upp sýningu í stofunum um upphaf byggðar við Aðalstræti og í Grjótaþorpi og í nýju bakhúsi er einnig verslunin Kraum sem selur íslenska hönnun.  

Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og ekkert kostar í gönguna.

-Borgarbókasafn

 

 

Leave a Reply