Skip to main content
search
Fréttir

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands: – Tökin hert eftir Benjamin Britten

By 19. október, 2005No Comments

Tilkynningar Óperan Tökin hert (The Turn of the Screw) eftir Benjamin Britten (1913-1976) er stærsta verkefni Íslensku óperunnar á haustmisseri 2005. Námskeið Endurmenntunarstofnunar er ætlað þeim sem vilja kynna sér verkið og tónskáldið nánar áður en þeir fara og sjá það í óperunni nú í vetur. Texti óperunnar er eftir Myfanwy Piper, byggður á smásögu Henry James sem kom út árið 1898. Óperan var frumsýnd í Feneyjum árið 1954 og hefur síðan þá verið sýnd reglulega í öllum helstu óperuhúsum heims en þetta er í fyrsta skipti sem að hún er sett upp hér á landi.
Þrjú fyrstu kvöld námskeiðisins verður fjallað um Britten og Tökin hert og einstakir hlutar óperunnar teknir til nánari skoðunar með hjálp tón? og mynddæma. Síðasta kvöldið verður svo farið á sýninguna þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af aðstandendum hennar.

Sterkur tónn samkynhneigðar er í óperunni. Hún fjallar um samband ungs drengs við fullorðinn mann – sem í verkinu er látinn en gengur aftur til þess að halda sambandi sínu við drenginn. Benjamin Britten var sjálfur samkynhneigður sem og höfundur sögunnar sem verkið byggir á. Kennari námskeiðsins, Gunnsteinn Ólafsson, mun því meðal annars fjalla um þessi tengsl og hvernig Britten málar kynhneigð í tónlistinni.

Kennari: Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður.
Tími: Þri. og fim. 1. – 8. nóv. kl. 20:15-22:15, auk sýningar 12. nóv. í Íslensku óperunni kl. 20:00.
Verð: 17.400 kr. Félagsfólk í Samtökunum ´78 með gilt félagsskírteini 2005 fær 10% afslátt.

Leave a Reply