Skip to main content
Fréttir

The Simpsons – Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd í Springfield!

By 28. júlí, 2004No Comments

Frettir Umræðan um hjónabönd lesbía og homma í Bandaríkjunum tekur á sig ýmsar myndir. Nú hafa framleiðendur hinna geysivinsælu þátta um Simpsonsfjölskylduna ákveðið helga einn þátt málefninu. Þá munu hjónabönd samkynhneigðra loksins (!) verða lögleidd í Springfield og ein vel þekkt persóna koma út úr skápnum. Hver það varður vilja handritshöfundar hins vegar ekki gefa upp. Til þess að komast að því verða aðdáendur að bíða fram í janúar þegar þátturinn verður frumsýndur.

-HTS

Leave a Reply