Skip to main content
Fréttir

HERRA GAY EUROPE FÓR FRAM UM SÍÐUSTU HELGI ÞRÁTT FYRIR HÁVÆR MÓTMÆLI

By 7. júlí, 2008No Comments

Spánverjinn Antonio Pedro Almijes var kosinn Herra Gay Europe síðastliðið laugardagskvöld í Ungverjalandi. Tuttugu þátttakendur voru skráðir til leiks þar á meðal Hreinn Erlingsson úr Hafnarfirði.

Spánverjinn Antonio Pedro Almijes var kosinn Herra Gay Europe síðastliðið laugardagskvöld í Ungverjalandi. Tuttugu þátttakendur voru skráðir til leiks þar á meðal Hreinn Erlingsson úr Hafnarfirði.  Keppnin átti upphaflega að fara fram á Copacabana strönd við bakka Dónár en sökum mótmæla háværs hóps öfgamanna þótti rétt að fara að ráðum lögreglu og flytja keppnina á leynilegan stað í Búdapest. Keppendur létu þessi vandkvæði ekkert á sig fá og fór svo að lokum að áðurnefndur Antonio Pedres Almijes bar sigur úr býtum.  Sigurreifur Spánverjinn sagðist hlakka til þess að vinna að málefnum samkynhneigðra næsta árið og sagðist hann ennfremur vonast til þess að geta hjálpað ungu samkynhneigðu fólki að stíga fyrstu skrefin út úr skápnum og vera opið um kynhneigð sína.

www.mrgayeurope.org

Leave a Reply